Fréttir

Birt miðvikudagur, 11. mars 2015

Ráðstefna FDK um dönsku og dönskukennslu

Danska hér og nú

Tími   Föstudagur 20. mars 2015, kl. 15:00 – 17:00. 
Staður  Háskólinn í Reykjavík við Ofanleiti stofa M104
Skráning þátttöku er hjá Ágústu Unni Gunnarsdóttur agu@fb.is
Frestur til að skrá sig á ráðstefnuna er til og með miðvikudeginum 18. mars 2015

Dagskrá
 15:00  Margrét Karlsdóttir formaður FDK setur ráðstefnuna.
 15:05 Dönskukennsla í spegli tímans
Hafdís Ingvarsdóttir prófessor í kennslufræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
 15:35 Netverkfæri
Sigríður Sigurðardóttir og Heimir Eyvindarson dönskukennarar við Grunnskólann í Hveragerði og námsefnishöfundar.  
 16:00 Hlé
 16:15 Genrepædagogik og dansk som fremmedsprog
Charlotte Tuxen gestalektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Rikke Undall og Irene Haugaard gestakennarar frá Danmörku. Afar spennandi erindi sem hentar báðum skólastigum. Fjallað verður um efnið á bæði faglegum og praktískum nótum.
 17:00  Ráðstefnu slitið.
 Fundarstjóri  Ágústa Unnur Gunnarsdóttir kennari við Fjölbrautarskólann í Breiðholti

Boðið verður upp hressingu í hléi og léttar veitingar í lok ráðstefnunnar.
Aðgangur er ókeypis fyrir félagsmenn, en kr. 2000 fyrir utanfélagsmenn. 

 

·         er hagsmunafélag dönskukennara sem leitast við að efla fagvitund félagsmanna

·         er opið öllum dönskukennurum á Íslandi

·         er vettvangur kynninga og umræðna meðal dönskukennara

·         er aðili að STÍL samtökum tungumálakennara á Íslandi

·         er aðili að Nordspråk sem eru samtök kennara á Norðurlöndum sem kenna norræn tungumál sem móðurmál eða erlent mál

·         stendur fyrir námskeiðum fyrir dönskukennara sem haldin eru hér heima og erlendis

·         tekur þátt í námskeiðum sem haldin eru á vegum Nordspråk og STÍL

·         gefur út fréttabréf fyrir félagsmenn

·         heldur úti heimasíðu

·         veitir umsagnir um ýmislegt sem viðkemur dönsku og dönskukennslu á Íslandi

 

 Hvers vegna að læra dönsku?

·       Öll tungumálakunnátta er mikilvæg

·       Skyldleiki dönsku og íslensku er mikill

·       Lærðu dönsku og þú færð sænsku og norsku í kaupbæti

·       Danska er lykill að norðurlöndum, þar búa um 25 milljónir manna

·       Samskipti og menningartengsl við Danmörku eru mikil

·       Danska færir okkur nær norrænni menningu

·       Norðurlandasamstarf er Íslendingum mjög mikilvægt

·       Dönskukunnátta býður upp á fleiri möguleika í háskólanámi

·       Dönskukunnátta gefur aukna starfsmöguleika

·       Dönskukunnátta er mikilvæg í ferðamannaiðnaði

·       Norrænar þjóðir standa saman á alþjóðavettvangi