Sögulegt ágrip

Forsaga:
Haraldur Magnússon og Hörður Bergmann ásamt Guðrúnu Halldórsdóttur unnu að undirbúningi stofnunar félagsins.
8. október 1968 var haldinn undirbúningsfundur og mættu 25 manns á hann. Stofnfundurinn var síðan haldinn 14. nóvember í Þjóðleikhúskjallaranum. Stofnfélagar voru 32. Fundarstjóri var Ólafur Jens Pétursson. Ingólfur A. Þorkelsson var kjörinn fyrsti formaður félagsins en hann hafði mikla reynslu af félagstörfum. Ingólfur lést í janúar 2005.

Byrjað var á að kynna félagið bæði innan lands og utan. Sótt var um fé til að útdeila styrkjum. Fréttabréf hóf fljótlega göngu sína og efnt var til samstarfs við aðra aðila s.s. Norræna húsið.
1977 var stofnað til samstarfs við málakennara á hinum Norðurlöndunum og árið 1980 var lagður grunnur að STÍL, samstökum tungumálakennara á Íslandi.
Frá 1982 hefur félagið staðið fyrir námsferðum til Danmerkur og námskeiðum á Schæffergården. Þá hófst líka blómlegt samstarf við Nordspråk.

Félagið hefur frá upphafi tekið þátt í mótun námskrár og ýmis konar starfsemi sem varðar mótun dönskukennslu á Íslandi ásamt ráðgjöf og samstarfi við ýmsa aðila.

Í fyrstu sátu 5 manns í stjórn og tveir í varastjórn þessu var svo breytt í 7 manna stjórn um 1996 – 8. Sú regla er höfð að menn sitji almennt ekki lengur í stjórn en 5 ár í senn og að formennska sé til skiptis í höndum grunn- og framhaldsskólakennara. Oddafulltrúinn skiptist einnig á milli skólastiga.
Heimild: Guðrún Halldórsdóttir, grein í Málfríði 1993

Formenn félagsins hafa verið:

Ingólfur A. Þorkelsson 1972 – 1982
Guðrún Halldórsdóttir 1968 – 1972
Auður Hauksdóttir 1982 – 1986
Hrefna Arnalds 1986 – 1988
Ósa Knútsdóttir 1988 – 1990
Michael Dal 1990 – 1991
Erna Jessen 1991 – 1993
Kirsten Friðriksdóttir 1993 – 1998
Þyri Kap Árnadóttir 1998 – 2001
Hafdís Bára Kristmundsdóttir 2001 – 2005
Auður Leifsdóttir 2005 - 2009
Erna Jessen 2009 -